Gjald miðast við stærð farms og er greitt eftir rúmmáli. Grunneining er 0,25 m3 og miðast lágmarksgjald fyrir gjaldskyldan úrgang við þá einingu.
Gjaldskráin gildir fyrir fyrstu 2 m3 í hverri ferð. Fyrir magn umfram 2 m3 er gjaldskylda á úrgang líkt og kemur fram í gjaldskrá.
Móttöku- og flokkunarstöð er ætluð fyrir stærri fyrirtæki og farma yfir 2m3 að stærð og er greitt fyrir úrgang eftir þyngd (kr/kg).
Lágmarksgjald vegna gjaldskylds úrgangs jafngildir kostnaði við skil á 150 kg í gjaldflokkinn óflokkaður úrgangur. Einstaklingum og smærri fyrirtækjum er bent á endurvinnslustöðvar SORPU.
Á urðunarstað og í GAJU er greitt fyrir úrgang eftir þyngd (kr/kg).
Í Bolaöldum er tekið gjald fyrir hvern móttekinn farm. Gjaldið er 7.050 krónur með virðisaukaskatti.