Umhverfisstefna SORPU

Tilgangur og umfang

SORPA er ábyrgur og leiðandi þátttakandi í hringrásarhagkerfinu og leggur áherslu á að vernda umhverfið og nýta með sjálfbærum hætti þær auðlindir sem felast í úrgangi, samkvæmt forgangsröðuninni; endurnotkun, endurvinnsla og endurnýting. Þá leggur SORPA áherslu á að vinna gegn loftlagsbreytingum með því að koma eftir fremsta megni í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda eða annarra mengandi efna.

Umhverfisstefnan tekur til allrar starfsemi SORPU og starfsfólk jafnt sem verktakar skulu virða hana í öllum störfum sínum.

Áherslur stefnunnar eru:

Ábyrgur og öruggur farvegur fyrir úrgang

  • Tryggja að viðskiptavinum fyrirtækisins sé ávallt kleift að losa sig við úrgang á umhverfisvænan hátt með hringrásarhagkerfi úrgangs í huga.
  • Öll virðiskeðja úrgangs sé þekkt og ábyrg afsetning efnisstrauma ávallt höfð að leiðarljósi.
  • Tryggja að meðhöndlun úrgangs valdi ekki óþrifnaði eða ónæði og útrýma foki á starfsstöðvum.

Markviss stýring umhverfisþátta

  • Setja skýr umhverfismarkmið fyrir mikilvægustu umhverfisþætti í starfsemi SORPU.
  • Vinna náið með mikilvægustu hagsmunaaðilum umhverfismála SORPU.
  • Endurskoða reglulega umhverfismarkmið út frá gildum, umhverfisstefnu og breytingum á starfsemi SORPU.
  • Stýra umhverfisþáttum starfseminnar á skilvirkan hátt út frá umhverfisvernd-, samfélagslegri ábyrgð og hringrásarhagkerfi.
  • Uppfylla allar lagalegar kröfur sem lúta að umhverfismálum.

Leiðandi í sjálfbærri úrgangsstjórnun og vitundarvakningu

Upplýsa samfélagið um mikilvægi úrgangsforvarna og nýtingu auðlinda í takt við hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins.

Efla umhverfisvitund starfsfólks og verktaka með markvissri þjálfun og annarri vitundarvakningu.

Gera stefnu þessa sýnilega og aðgengilega öllu starfsfólki og hagsmunaaðilum, kynna hana og endurskoða.

Vinna að stöðugum umbótum umhverfismála út frá niðurstöðum mælinga og vöktunar.

Ábyrgð

Stjórn SORPU samþykkir og ber ábyrgð á þessari stefnu.

Umhverfis- og gæðastjóri ber ábyrgð á framkvæmd og framgangi stefnunnar innan SORPU.

Stjórnendur starfsstöðva og efnisstrauma bera ábyrgð á útfærslu stefnunnar og þeim markmiðum og mælingum sem eru viðeigandi til að ná henni fram.

Starfsfólk og verktakar eru ábyrgir fyrir að fylgja þeim reglum sem ætlað er að tryggja framkvæmd stefnunnar.

Stefna þessi var samþykkt til útgáfu af stjórn SORPU þann 7. maí 2024.