Tilgangur og umfang
Gæðastefnan tekur til allrar starfsemi SORPU, starfsfólks og verktaka og er ætlað að tryggja að starfsemi SORPU sé í samræmi við markmið og gildi fyrirtækisins.
SORPA er leiðandi og ábyrgur þátttakandi í hringrásarhagkerfinu og leggur áherslu á að vernda umhverfið, stuðla að aukinni sjálfbærni og aukinni nýtingu hráefna sem felast í úrgangi. Öll þjónusta og framleiðsla SORPU miðar að sjálfbærri úrgangsstjórnun. Jafnframt uppfyllir SORPA lög og reglugerðir sem snúa að umhverfis- og gæðamálum.
Áherslur stefnunnar eru:
Gæði vöru og þjónustu
- Hönnun og þróun framleiðslu og þjónustu SORPU miðar að þörfum hringrásarhagkerfisins og kröfum samfélagsins.
- SORPA stendur við skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum sínum varðandi gæði framleiðslu og þjónustu.
Skilvirkir framleiðslu- og þjónustuferlar
- Framleiðslu- og þjónustuferlar eru lýsandi og stuðla að sjálfbærri úrgangsstjórnun.
- Virðiskeðja efnisstrauma sem SORPA vinnur með er grundvöllur að stöðugum umbótum og aukinni nýtingu innan hringrásarhagkerfisins.
- Lykilmælikvarðar um nýtingu efnisstrauma og þjónustustig eru settir fram. Brugðist er við frávikum frá þeim og þeir nýttir til að bæta gæði.
Ánægja viðskiptavina
- Vöktun og mælingar á ánægju viðskiptavina og hvernig SORPU tekst að koma til móts við þarfir þeirra eru framkvæmdar reglulega og brugðist við niðurstöðum til að bæta stöðugt gæðastjórnunarkerfið.
- SORPA stuðlar að aukinni þekkingu og vitundarvakningu viðskiptavina, starfsfólks, almennings og annarra hagaðila um mikilvægi sjálfbærrar úrgangsstjórnunar.
Ábyrgð
Stjórn SORPU samþykkir og ber ábyrgð á þessari stefnu.
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á framkvæmd og framgangi stefnunnar innan SORPU.
Stjórnendur starfsstöðva og efnisstrauma bera ábyrgð á útfærslu stefnunnar og þeim markmiðum og mælingum sem eru viðeigandi til að ná henni fram.
Starfsfólk og verktakar eru ábyrgir fyrir að fylgja þeim reglum sem ætlað er að tryggja framkvæmd stefnunnar.
Stefna þessi var samþykkt til útgáfu af stjórn SORPU þann 7. maí 2024.