Endurvinnslustöð

Efnismiðlun Sævarhöfða

Sævarhöfði, 110 Reykjavík

Efnismiðlun SORPU

Efnismiðlun SORPU er markaður fyrir notuð byggingarefni og ýmsar vörur sem geta nýst til framkvæmda og listsköpunar. Markaðurinn er staðsettur á endurvinnslustöðvunum í Breiðhellu og við Sævarhöfða. Tilgangur markaðarins er að koma efni í endurnýtingu áður en það fer til endurvinnslu. Endurnotkun efnis er mikilvæg aðgerð til að nýta auðlindir okkar sem best á hverjum tíma.

Á markaðnum er boðið upp á efni eins og timbur, timburhluti, hurðar, glugga, innréttingar, hellur, flísar, trjáboli, vaska, parket, dekk, reiðhjól, vörubretti og brúsa svo fátt eitt sé nefnt. Markmiðið er að markaðurinn bjóði upp á valkosti fyrir breiðan hóp viðskiptavina.

Hagnaður sem kann að verða af sölu efna rennur til góðra málefna.

Á Facebook síðu markaðarins er hægt að fylgjast með vöruúrvali og tilboðum:

Sævarhöfði

Breiðhella