Velkomin á ráðningarvef SORPU.
SORPA setur markmið um jafnrétti og vellíðan starfsmanna, þar með talið jafnlaunamarkmið, og fylgir þeim eftir. SORPA skuldbindur sig til stöðugra umbóta í jafnlaunamálum. Við hvetjum öll kyn til að sækja um störf hjá okkur.
Allar umsóknir eru skoðaðar vandlega en almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði.
SORPA sér ekki um sorphirðu eða akstur sorphirðubíla.
Almenn umsókn
SORPA rekur 5 deildir þar sem unnin eru fjölbreytt störf.
Endurvinnslustöðvar - Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
Móttökustöðin í Gufunesi - Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini, flokkun úrgangs og vélavinna
Urðunarstaðurinn í Álfsnesi - Móttaka á vigt, mælingar, skráningar, viðhald og vinna á verkstæði
Verslun Góða hirðisins - Lagerstörf, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
Skrifstofa - Almenn og sérhæfð skrifstofustörf
SORPA sér ekki um sorphirðu eða akstur sorphirðubíla.
Sækja um starf Sumarstarfsmaður í fjármáladeild
SORPA óskar eftir starfsmanni í sumarafleysingar í fjármáladeild á skrifstofu SORPU, Gylfaflöt 5.
Starfssvið:
- Móttaka og símsvörun
- Færsla bókhalds og afstemmingar
- Umsjón með ábendingakerfi
- Önnur almenn skrifstofustörf
Hæfniskröfur:
- 20 ára eða eldri
- Reynsla, þekking og áhugi á færslu bókhalds
- Góð almenn tölvukunnátta
- Þekking og reynsla af notkun bókhaldskerfisins Ax er kostur
- Hafa gott vald á íslensku og ensku
- Mikilvægt að hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð, nákvæm og vönduð vinnubrögð
- Áhugi og þekking á umhverfismálum er kostur
Starfshlutfall er 100% og tímabilið er frá miðjum maí til loka ágúst 2021.
Vinnutími er frá 8:30 – 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 8:30 – 15:30 á föstudögum.
Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2021
Sækja um starf