SORPA óskar eftir að ráða starfsmann í afgreiðslu, þjónustu o.fl. á eina af endurvinnslustöðvum sínum.
Í starfinu felst afgreiðsla til viðskiptavina, dagleg umhirða og þrif stöðvarinnar. Móttaka og leiðsögn til viðskiptavina, mat á stærð og eðli farma, auk aðstoðar við flokkun. Einnig felst í starfinu innheimta á gjaldi vegna gjaldskylds úrgangs, umsjón skilagjaldsskyldra umbúða, auk annars sem tilheyrir starfinu.
Um vaktavinnu er að ræða og er starfshlutfall um 84%.
Leitað er að starfsmanni sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum, ríka þjónustulund og lipra framkomu. Snyrtimennska og gott vald á íslensku er skilyrði. Reynsla af afgreiðslu- og þjónustustörfum er kostur. Áhugi og/eða þekking á umhverfismálum er kostur.
Umsóknarfrestur er til 27. janúar.