Chat with us, powered by LiveChat
2. apríl 2025

Viltu moltu?

Laugardaginn 5. apríl hefjum við dreifingu á ókeypis moltu. Í ár verður hægt að nálgast stóra farma í GAJA fyrsta laugardag hvers mánaðar, frá apríl - júní, og fyrir minna magn verða staðsetningar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.

Hvar er GAJA? Smelltu hér til að fá leiðbeiningar á Google Maps.

Komdu með kerruna í GAJU!

Fyrsta laugardag í hverjum mánuði, frá apríl til júní, verður hægt að koma til okkar í GAJA, Álfsnesi til að fá ókeypis moltu. Opið verður fyrir afhendingu á moltunni milli klukkan 9 - 11 dagana 5. apríl, 3. maí og 7. júní. Þú einfaldlega kemur með kerruna og við sjáum um að moka brakandi ferskri moltu ofaní.

Molta hér, þar og allstaðar

Molta í kerru eða fötu – þú ræður! Ef þú þarft minna magn, getur þú nálgast moltu víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Hér fyrir neðan má sjá kort af þeim staðsetningum þar sem moltan verður aðgengileg. Mundu bara að koma með skóflu og fötu.

Moltukort_Molta 1920x1080

Nýttu þér þetta frábæra tækifæri og nældu þér í moltu úr matarleifunum þínum!

Takk fyrir að flokka ♻️

Nýjustu fréttir