7. janúar 2025

Við breytum og bætum í Breiðhellu

Kæru viðskiptavinir,

Efnismiðlun í Breiðhellu verður tímabundið lokuð vegna spennandi breytinga. Við erum að breyta, bæta og stækka til að mæta betur ykkar þörfum. Áætlað er að breytingarnar standi yfir fram í febrúar.

Á meðan breytingum stendur eru nú flestir vöruflokkarnir fáanlegir í Góða hirðinum að Köllunarklettsvegi 1.

Við þökkum fyrir skilninginn og hlökkum til að taka á móti ykkur í enn betri og stærri Efnismiðlun.

Nýjustu fréttir