25. nóvember 2024

Það er leikur að flokka

Jólin eru á næsta leiti með öllum sínum dásemdum, gjöfum og pökkum. Mörg okkar versla jólagjafir á netinu og nýta sér ýmiskonar afslætti og tilboð í kringum svarta föstudaga og ómótstæðileg tilboð. En við eigum það til að kaupa kannski aðeins of mikið af öllu, því það er svo gott að eiga - vont að vanta.

Þessu fylgir því mikið af umbúðum og rusli, sem fylla tunnurnar fljótt. Því biðlum við til ykkar um að sýna almenna tillitssemi, sér í lagi í fjölbýli og viljum endilega hvetja ykkur til að nýta ykkur þá þjónustu sem í boði er:

Grenndarstöðvar eru um 90 talsins á höfuðborgarsvæðinu og hér getur þú fundið grenndarstöð í þínu hverfi www.sorpa.is.

Grenndarstöðvar skiptast í litlar og stórar. Þær minni taka á móti gleri, málmumbúðum og flöskum og dósum. Stærri stöðvar taka einnig á móti pappír, pappa og plastumbúðum. Þessar stöðvar eru hugsaðar til þess að íbúar geti losað sig við þennan úrgang, sem stóreykst um hátíðirnar.

Ef þú ert með stórar umbúðir og enn fleiri flokka, þá tökum við vel á móti þér á Endurvinnslustöðvum SORPU.

Þar er alltaf nóg pláss og hægt að skila og flokka í enn fleiri flokka; við tökum á móti spilliefnum, litlum raftækjum og  flokkum plastumbúðir í fjóra flokka: plastumbúðir, plastfilmu, hart plast og frauðplast. Með þessu tryggjum við mun betri endurvinnslu!

Göngum vel um stöðvarnar okkar og höldum hrein og falleg jól.


Takk fyrir flokka!

Nýjustu fréttir