Sunnudaginn 27. apríl verður Stóri plokkdagurinn haldinn hátíðlegur og við hjá SORPU hvetjum alla til að taka þátt. Gerðu göngutúrinn að góðverki, gríptu í glærann poka og plokkaðu með bros á vör! 👏
Við tökum svo vel á móti plokkurum á öllum endurvinnslustöðvum okkar þar sem hægt er að skila af sér afrakstri dagsins. ♻️
🧤 Notaðu hanska eða ruslatínu og glærann ruslapoka
♻️ Flokkaðu eftir bestu getu – plast, málmar, lífrænt o.s.frv.
🦺 Vertu sýnilegur og klæddu þig í skær föt eða vesti ef þú plokkar við götur.
🤝 Kíktu með afrakstur dagsins á næstu endurvinnslustöð SORPU
😁 BROSTU og njóttu dagsins!
Ýttu HÉR til að vita meira um Stóra plokkdaginn!
Takk fyrir að plokka og flokka! ♻️