Nú flokkum við plast í fjóra flokka á endurvinnslustöðvum SORPU: plastumbúðir, plastfilma, hart plast og frauðplast. Með þessu tryggjum við mun betri endurvinnslu. Þá þegar er hafin innlend plastendurvinnsla á frauðplasti. Kynnið ykkur þetta kerfi og byggjum upp öflugt hringrásarhagkerfi með betri flokkun. Munið að flokkun byrjar heima! Hugið að þessum fjórum flokkum þegar plasti er safnað saman.