Íbúar nýta moltu, unna úr matarleifunum okkar frá GAJU.
Nú á vormánuðum dreifðum við í fyrsta skipti moltu frá GAJU til íbúa í samstarfi við sveitafélög höfuðborgarsvæðisins. Verkefnið heppnaðist vel og þökkum við íbúum kærlega fyrir frábærar viðtökur og sveitafélögum fyrir gott samstarf, en alls fóru um 110 tonn af moltu sem nú eru nýtt í görðum höfuðborgarbúa.
Molta nærir jarðvegin og hefur langtíma áhrif á hann. Endilega deilið með okkur hvernig þið notuðuð moltuna og hvernig gengur að nota hana. Hægt er að senda okkur línu á samfélagsmiðlum, eða í tölvupósti á sorpa@sorpa.is
Við erum spennt að heyra af ykkar reynslu af notkuninni á moltunni!