16. desember 2024

Jólauppboð Góða hirðisins

Hið árlega jólauppboð Góða hirðisins fór fram laugardaginn 14. desember síðast liðinn. Mikil stemning ríkti og alls 922.500 kr söfnuðust sem renna óskiptar til SÁÁ og ungs fólks í fíknivanda. Hinn ástsæli KK stýrði uppboðinu með glæsibrag og Lay Low hitaði upp og söng nokkur lög.

Á myndinni má sjá starfsfólk Góða hirðisins og stjórnendur SÁÁ eftir vel heppnaðan dag.

Takk þið öll sem mættuð og gleðilega hátíð!

Nýjustu fréttir