Eftir að áramótaflugeldarnir hafa lýst upp himininn og fallið aftur til jarðar þá er mikilvægt að huga að því að hreinsa upp ruslið.
Flokkum okkur inn í umhverfisvænt ár með því að koma flugeldarusli í gáma á höfuðborgarsvæðinu strax þann 1. janúar. Sjá staðsetningar hér á korti fyrir neðan. Endurvinnslustöðvar SORPU taka líka á móti flugeldarusli en þær opna þann 2. janúar.
Gleðilegt hreint ár og takk fyrir að flokka með okkur á árinu sem er að líða.