20. desember 2023

Hátíð flokkunar og friðar

Það er gaman að gefa og gleðja um jólin, en því fylgir gjarnan talsvert magn af ýmiskonar rusli: jólapappír, pakkaböndum, mandarínukössum og margt fleira. Svo tínast til ónýtar jólaseríur og gömul jólatré. Munum að flokka og huga að umhverfinu. Jólin eru talsvert flókin þegar kemur að flokkun - afar margt og skrítið í gangi.

Allskonar flokkar og furðulegt dót. Ef þið lendið í vandræðum endilega notið leitarvélina okkar á www.sorpa.is

Flokkum okkur svo inn í umhverfisvænt ár með því að hreinsa upp flugeldarusl og koma því í gáma á höfuðborgarsvæðinu strax þann 1. janúar. Sjá staðsetningar hér á korti fyrir neðan. Endurvinnslustöðvar SORPU taka líka á móti flugeldarusli en þær opna þann 2. janúar.

Gleðilegt hreint ár!

Flugeldarusl-kort-feed[33]

Nýjustu fréttir