9. desember 2024

Góði hirðirinn úthlutar 5 milljónum

Síðastliðinn föstudag veitti Góði hirðirinn styrki að upphæð samtals 5 milljónir króna. Alls mættu fulltrúar frá sextán samtökum eða verkefnum, sem tóku á móti styrkjum í ár.

Góði hirðirinn er nytjamarkaður SORPU sem hefur það að markmiði að endurnýta og draga úr sóun. Hlutir sem fara í nytjagám á endurvinnslustöðvum SORPU rata aftur í endurnotkun. Góði hirðirinn er ekki hagnaðardrifin starfsemi og allur ágóði rennur til góðgerðamála og líknarfélaga.

Styrkirnir í ár voru veittir til eftirtalinna verkefna og félaga:

  • Mannúðarmál - Mæðrastyrksnefnd Kópavogi
  • Rótin, félagasamtök
  • Gleðistjarnan
  • Gigtarfélag Íslands - fræðslustarf
  • Frú Ragnheiður - Rauða krossinn
  • Aðstoð eftir afplánun - Rauði krossinn höfuðborgardeild
  • Ekki gefast upp -Líkamsrækt fyrir börn og ungmenni sem glíma við kvíða og þunglyndi
  • Píeta síminn - Píeta samtökin
  • Styrktarsjóður sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms - MS-félag Íslands
  • Einhverfubæklingur fyrir börn - Einhverfusamtökin
  • Ráðgjöf til foreldra fatlaðra og langveikra barna - Sjónarhóll-ráðgjafarmiðstöð
  • Félagsleg verkefni - vinaverkefni - Rauði Krossinn
  • ADHD og konur - fræðslubæklingur á þremur tungumálum - ADHD samtökin
  • Jólaaðstoð - Hjálparstarf kirkjunnar
  • Vetrarævintýri í Vatnaskógi - helgardvöl fyrir börn með ADHD - KFUM og KFUK
  • Hjalparkokkar

Það er okkur sannkallaður heiður og ánægja að geta styrkt þessi góðu og fallegu verkefni.

Nýjustu fréttir