Matvælastofnun hefur gefið út leyfi til GAJU, gas- og jarðgerðarstöðvar SORPU, til gas- og jarðgerðar úr matarleifum, sem falla til í eldhúsum og mötuneytum. Starfsleyfið má nálgast hér.
Sömuleiðis hefur GAJA leyfi til að vinna úr ósöluhæfum matvælum frá verslunum og heildsölum. Hráefni GAJA skulu vera sérflokkuð á upprunastað og sett í þar til ætlaða söfnunarpoka áður en þau fara í flokkunartunnur.
Þetta eru stór og merk tímamót og GAJA mun gegna lykilhlutverki í endurvinnslu matarleifa og koma þeim inn í hringrásina.
Risastórt loftlagsverkefni
GAJA og sérsöfnun á matarleifum kemur í veg fyrir losun á um 20.000 tonnum af koltvísýringsígildi árlega, sem jafngildir því að taka 10.000 fólksbíla af götum landsins.
Með því að hætta að urða lífrænan úrgang á urðunarstað SORPU í Álfsnesi um síðustu áramót drögum við á næstu 10-15 árum úr losun um 80.000 tonn árlega - á við 40.000 fólksbíla. Þetta er frábær árangur og eitt stærsta einstaka loftlagsverkefni ársins sem við tökum öll þátt í.
GAJA er útskrifuð og moltan líka
GAJA er því lokins útskrifuð og getur haldið áfram að gera það sem henni var ætlað að gera: að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. GAJA er risastórt aðgerð í loftlagsmálum og hefur framleitt metangas frá gangsetningardegi. Metan er mikilvæg græn orka sem hefur átt þátt í orkuskiptum á Íslandi, og hefur þar af leiðandi dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Nú bætist moltan við; hún er loksins útskrifuð, vottuð og viðurkennd. Við ætlum nú að bjóða ykkur upp á góða og næringarríka moltu, öflugan jarðvegsbæti sem nota má í garðyrkju og skógrækt.
Takk fyrir að flokka matarleifar!