2. júlí 2024

Ársskýrsla 2023

Ársskýrsla SORPU kom út á dögunum. Þar er hægt að kynna sér það helsta sem við gerðum á einu viðburðaríkasta ári í sögu SORPU.

🍌 Byrjuðum að flokka matarleifar! Mælingar sýna að magn matarleifa í blönduðum úrgangi árið 2022 voru 58 kg. á hvern íbúa höfuðborgarsvæðisins. Niðurstöður fyrir árið 2023 leiða í ljós að magn matarleifa í blönduðum úrgangi var komið niður í 19 kg. á hvern í íbúa á ársgrundvelli. Það er ekkert smá vel gert!

❌ Hættum að urða blandaðan úrgang. Með því að hætta að urða lífrænan úrgang gerum við ráð fyrir að losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni, dragist saman um 80% á næstu 10-15 árum.

💚Opnuðum nýjan og endurbættan Góða hirði 1. apríl 2023 og hafa viðtökur verið umfram væntingar en salan hefur aukist um 38%, endurnotkun muna frá heimilum jókst um rúmlega þriðjung og var 1087 tonn. Takk!

og margt margt fleira, sem þið getið lesið allt um hér 

Góðar stundir!

Arsskyrsla_-_avarp.original-klippt

Nýjustu fréttir