Endurvinnslustöð
Endurvinnslustöðin

Blíðubakka

270, Mosfellsbær

Endurvinnslustöðvar SORPU eru fyrir heimili og smærri fyrirtæki. Markmið þeirra er að koma sem mestum úrgangi til endurnýtingar eða endurvinnslu.

Móttökuskilmálar

  • Úrgangur skal vera flokkaður við skil á endurvinnslustöð. Rúmmálsminnkun úrgangsins þýðir lægri kostnað vegna gjaldskylds úrgangs, betri nýtingu gáma, minni akstur og minni umhverfisáhrif.
  • Æskilegt er að farmar séu ekki stærri en 2m3 til að tryggja flæði innan stöðvanna. Viðskiptavinum SORPU með stærri farma er bent á að nýta þjónustu móttöku- og flokkunarstöðvar í Gufunesi eða urðunarstaðarins í Álfsnesi.​
  • Vegna kostnaðar við óflokkaðan úrgang er lagt 500 króna álagsgjald á hvern svartan poka sem kemur inn á endurvinnslustöðvar SORPU.
  • Hér má finna reglur endurvinnslustöðva SORPU.

Afgreiðsluferli

  1. Starfsmaður tekur á móti viðskiptavini í hliði við komu á endurvinnslustöð. Viðskiptavinur gerir grein fyrir úrgangstegundum sem komið er með á stöðina.
  2. Greitt er fyrir gjaldskyldan úrgang eftir rúmmáli, sé um slíkan úrgang að ræða.
  3. Úrgangur er losaður í viðeigandi gáma samkvæmt leiðbeiningum starfsmanns.

Flöskumóttaka

Endurvinnslan er með móttöku á stöðinni þar sem hægt er að fá greitt skilagjald fyrir drykkjarvöruumbúðir. Greiddar eru 20 kr. á stykkið.

Gler með skilagjaldi Gler með skilagjaldi
Plast með skilagjaldi Plast með skilagjaldi
Málmur með skilagjaldi Ál með skilagjaldi

Í Blíðubakka þurfa umbúðir að vera flokkaðar eftir tegund og þær mega vera beyglaðar. Hámark má koma með 500 einingar.

Grænir skátar

​Á öllum endurvinnslustöðvum SORPU er söfnunargámur frá Skátahreyfingunni þar sem hægt er að gefa skilagjaldsskyldar umbúðir til styrktar starfseminni. Umbúðirnar þurfa hvorki að vera flokkaðar né taldar.

Gjaldskrá

Gjaldskrá SORPU má finna hér.