Í móttöku- og flokkunarstöð SORPU er úrgangur meðhöndlaður og honum komið í endurvinnslu eða förgun.
Móttöku- og flokkunarstöð er ætluð fyrir stærri fyrirtæki og farma yfir 2 m3 að stærð. Einstaklingum og smærri fyrirtækjum er bent á endurvinnslustöðvar SORPU.
Hægt er að fá endurvinnsluefni bögguð til afhendingar á flutningstæki og er lágmarkið 10 tonn. Kostnaður er 29,90 kr/kg með vsk.