Endurvinnslustöð

Móttöku- og flokkunarstöð

112, Reykjavík

Í móttöku- og flokkunarstöð SORPU er úrgangur meðhöndlaður og honum komið í endurvinnslu eða förgun.

Móttöku- og flokkunarstöð er ætluð fyrir stærri fyrirtæki og farma yfir 2 m3 að stærð. Einstaklingum og smærri fyrirtækjum er bent á endurvinnslustöðvar SORPU.

Móttökuskilmálar

  • Lágmarksgjald vegna gjaldskylds úrgangs jafngildir kostnaði við skil á 150 kg í gjaldflokkinn óflokkaður úrgangur.
  • Úrgangur skal vera flokkaður og án aðskotahluta eða mengandi efna. Vönduð flokkun leiðir til betri nýtingar á hráefnum, stuðlar að bættu umhverfi og er hagkvæmari fyrir viðskiptavini að því tilskyldu að farið sé yfir vigt með hvern úrgangsflokk. Athugið að óflokkaður úrgangur ber hæsta gjaldið.
  • Afhendingaraðila ber að veita upplýsingar um eðli og uppruna úrgangs. Úrgangsflokkur er staðfestur af starfsmanni SORPU.
  • Sunnudagsálag - Á sunnudögum er sérstakt álagsgjald, 6.270 kr, lagt á allar afgreiðslur óháð þeim úrgangsflokki sem komið er með.

Afgreiðsluferli

  1. ​Farið er á innvigt við móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi. Vigtarhlið opnast sjálfvirkt fyrir viðskiptavini með viðskiptakort, en aðrir fá tímabundið viðskiptakort í lúgu vigtarhúss.
  2. Viðskiptavinur fer að hurð 3 þar sem starfsmaður SORPU tekur á móti viðskiptakortinu.
  3. Viðskiptavini ber að veita upplýsingar um uppruna og eðli úrgangs og staðfestir starfsmaður í móttöku- og flokkunarstöð skráninguna.
  4. Farið er á aðra hvora vigtina á leið út. Hliðið opnast sjálfvirkt eftir lestur viðskiptakorts. Viðskiptavinir með tímabundið viðskiptakort fara á vigt næst vigtarhúsi og ganga frá afgreiðslu.

​Sér gjaldskrárflokkur

Hægt er að fá endurvinnsluefni bögguð til afhendingar á flutningstæki og er lágmarkið 10 tonn. Kostnaður er 29,90 ​kr/kg með vsk.