Chat with us, powered by LiveChat
Endurvinnslustöð

GAJA, gas- og jarðgerðarstöð

162, Álfsnes

Í GAJ​A fer fram endurvinnsla á sérsöfnuðum lífrænum heimilisúrgangi. Lífræn efni sem falla til á höfuðborgarsvæðinu eru unnin í stöðinni í metangas og jarðvegsbæti eða moltu.

Móttökuskilmálar

  • Viðskiptavinir greiða fyrir úrgang eftir þyngd (kr/kg), samkvæmt gjaldskrá.
  • ​Sérstakt álagsgjald, 30% af gjaldi vegna farms, að lágmarki 60.000 kr., er lagt á ef úrgangur og/eða afhending er ekki í samræmi við móttökuskilyrði.
  • Tekið er við úrgangi gegn staðgreiðslu eða gegn framvísun viðskiptakorts.
  • Afgreiðslugjald í GAJU er að lágmarki 4.726 ​kr. með vsk.

Afgreiðsluferli

  1. Við komu á móttökustað SORPU í Álfsnesi er farið yfir vigt þar sem starfsmaður tekur á móti viðskiptavini.
  2. Viðskiptavini ber að veita upplýsingar um eðli og uppruna úrgangs.
  3. Starfsmaður SORPU fylgir viðskiptavini á losunarstað og staðfestir flokkun.
  4. Á leiðinni út er aftur farið yfir vigt og gengið frá greiðslu.