Í flokkinn fara húsgögn úr timbri sem ekki eru máluð eða plasthúðuð. Naglar, skrúfur og aðrir minni málmhlutir mega fara með.
Athugið að farmar mega ekki innihalda annað efni í einhverju magni, t.d. gler, plast, o.s.frv.
Í flokkinn fara húsgögn úr timbri sem ekki eru máluð eða plasthúðuð. Naglar, skrúfur og aðrir minni málmhlutir mega fara með.
Athugið að farmar mega ekki innihalda annað efni í einhverju magni, t.d. gler, plast, o.s.frv.
Það er einnig tekið við húsgögnum úr ómáluðu timbri á endurvinnslustöðvum SORPU.
Efnið er kurlað í timburtætara í Álfsnesi. Það gerir m.a. kleift að endurheimta málmhluti með vélrænni flokkun. Efnið er síðan notað sem kolefnisgjafi í framleiðslu kísilmálms.
Slík endurnýting á timbri er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Timbur er yfirleitt nýtt sem orkugjafi erlendis en virkjun endurnýjanlegra orkuauðlinda, og þar með vistvænni orkuframleiðsla hérlendis, gerir það að verkum að timbrið nýtist betur á þennan hátt. Þannig er bæði dregið úr innflutningi kola og urðun á lífrænum úrgangi.
Timbur er kolefnishlutlaust og notkun þess dregur þar með úr kolefnisspori Elkem um 14.000 tonn af koldíoxíði á ári. Þá má gera ráð fyrir að það að forða timbrinu frá urðun spari útblástur sem samsvarar yfir 4.000 tonnum af koldíoxíði á ári. Samanlagður ávinningur jafngildir því að leggja um 6.800 bílum. Kísilmálmur er m.a. nýttur við framleiðslu á rafmótorum í rafmagnsbílum og rafeindabúnaði í tölvum og símum.