Flokkun frá fyrirtækjum

Fyrirtæki

Óflokkaður úrgangur - af byggingarsvæðum

​Farmar sem innihalda óflokkaðan úrgang, t.d. stóra málmhluti eða endurvinnsluefni sem auðvelt hefði verið að flokka frá. Úrgangurinn þarfnast flokkunar með vinnuvélum eða mannskap áður en hægt er meðhöndla mismunandi efni í hakkara og/eða pressum í móttöku- og flokkunarstöðinni í Gufunesi.  
Athugið að í flestum tilfellum er hagkvæmara að koma með flokkaðan úrgang. Innihaldi farmur úrgangstegund sem fellur undir dýrari gjaldskrárflokk fer farmurinn í þann gjaldflokk. ​

​Farmar sem innihalda óflokkaðan úrgang, t.d. stóra málmhluti eða endurvinnsluefni sem auðvelt hefði verið að flokka frá. Úrgangurinn þarfnast flokkunar með vinnuvélum eða mannskap áður en hægt er meðhöndla mismunandi efni í hakkara og/eða pressum í móttöku- og flokkunarstöðinni í Gufunesi.  
Athugið að í flestum tilfellum er hagkvæmara að koma með flokkaðan úrgang. Innihaldi farmur úrgangstegund sem fellur undir dýrari gjaldskrárflokk fer farmurinn í þann gjaldflokk. ​

Hvað verður um efnið

Efni eru flokkuð á gólfi móttöku- og flokkunarstöðvar SORPU í Gufunesi og stórum málmhlutum, hreinu timbri, endurvinnanlegu plasti og steinefnum er komið í betri farveg. Það efni sem eftir verður er sett í gegnum hakkara og segulskilju og síðan baggað og sent til urðunar í Álfsnesi.​