Flokkun frá fyrirtækjum

Fyrirtæki

Trjágreinar

Í flokkinn mega einungis fara trjábolir og trjágreinar án aðskotahluta ásamt laufblöðum. Athugið að efnið skal losa úr plastpokum!

Í flokkinn mega einungis fara trjábolir og trjágreinar án aðskotahluta ásamt laufblöðum. Athugið að efnið skal losa úr plastpokum!

Það er einnig tekið við trjágreinum á endurvinnslustöðvum SORPU.

Hvað verður um efnið

Efnið nýtist sem stoðefni í jarðgerð í GAJA, gas- og jarðgerðarstöð SORPU í Álfsnesi. Stoðefnin hafa mikilvægu hlutverki að gegna í vinnsluferli lífræns úrgangs, s.s. að greiða leið meltuvökva í gegnum úrganginn, viðhalda raka, tryggja loftun í jarðgerðarferlinu og sjá lífrænum ferlum fyrir kolefni. Frásigtuð stoðefni eru endurnýtt.​