SORPA í tölum

Hér má sjá mælaborð sem sýnir okkur hvernig sveitarfélögin eru að standa sig í flokkun úrgangs. Þetta mælaborð hjálpar okkur að fylgjast með framvindu mála hvað varðar flokkun á blönduðum úrgangi, matarleifum, pappír og pappa og plasti. Markmið okkar er alltaf að auka endurvinnslu með betri flokkun og öllu því sem kemur til okkar í réttan farveg.

Hér er hægt að skoða þróunina í heildarmagni úr tunnum eftir árum, annars vegar sem hlutfall mismunandi flokka og hins vegar í magni.

Stuðst er við íbúafjöldatölur á fjórða ársfjórðungi hvers árs á hagstofan.is.

Ath. SORPA hefur aðeins gögn um magn plastumbúða og pappírs frá Kópavogi frá ágúst 2024. Fyrir þann tíma fóru þessir úrgangsflokkar til endurvinnslu í gegnum aðra aðila.