Góði hirðirinn úthlutar rúmlega 11 milljónum
Góði hirðirinn hefur úthlutað rúmlega 11 milljónum til góðgerðarfélaga og félaga sem starfa í þágu samfélagsins. Efnismiðlun Góða hirðisins, sem hefur verið rekin frá maí 2018 með góðum árangri, tók þátt í úthlutuninni.
Markmið Góða hirðisins er að stuðla að endurnotkun verðmæta sem viðskiptavinir SORPU skila í nytjagáma á endurvinnslustöðvum SORPU. Góði hirðirinn hefur á árinu 2020 fært út kvíarnar með opnun netverslunar á slóðinni www.godihirdirinn.is og uppsprettuverslun við Hverfisgötu 94-96.
Þetta er til viðbótar við verslun Góða hirðisins við Fellsmúla 28. Þessi auknu umsvif Góða hirðisins eru til marks um aukna áherslu SORPU á efri þrep úrgangsþríhyrningsins, þar sem aukin endurnotkun er í öðru sæti á eftir áherslu á að draga úr myndun úrgangs.
Eftirfarandi aðilar fengu styrk í ár:
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hjálpræðisherinn í Reykjavík, Fjölskylduhjálp Íslands, Píeta-samtökin, Kraftur stuðningsfélag, Ástráður, Lionsklúbburinn Kaldá, Lækur athvarf, Líknarfélagið Alfa, Samhjálp, List án landamæra, Astma- og ofnæmisfélag Íslands, SÁÁ, Hjálparstarf kirkjunnar, Funi – félag um forvarnir/Forvarnamiðstöðin, Einhverfusamtökin, Rótin, félag um konu áföll og vímugjafa og Reykjadalur, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Reykjavík Tool Library og Fjölsmiðjan.
Meira rusl
SORPA innleiðir nýtt greiðslukerfi - beiðnabækur SORPU hætta
11. maí 2022SORPA hefur innleitt nýtt greiðslukerfi og samhliða því uppfært greiðsluskilmála sína. Ein af breytingunum er að...
Móttaka garðaúrgangs í Kópavogi verður á gamla Gustssvæðinu um helgar í sumar
06. maí 2022Móttaka garðaúrgangs í Kópavogi á gamla Gustssvæðinu opnar 7. maí. Viðskiptavinum endurvinnslustöðvar SORPU við...