56 milljónir í metanverkefni frá Orkusjóði
Orkusjóður styrkti verkefni tengd orkuskiptum í metan um rúmar 56 milljónir fyrir þetta ár. Styrkirnir voru veittir til uppbyggingar á metankerfi Malbikstöðvarinnar á Esjumelum, orkuskipti í metan frá GAJU hjá Te & kaffi, orkuskipti frá própan í metangas í hraunbræðslu Icelandic Lava Show og til kaupa á metanknúinni dráttarvél fyrir GAJU. Styrkirnir eru mikilvægir til að stuðla að innleiðingu hringrásarhagkerfisins, orkuskiptum og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri SORPU, fagnar þessum styrkveitingum. „Metan er mikilvægt til að ná fram orkuskiptum, meðal annars í iðnaði og þyngri ökutækjum. Metan hefur eiginleika sem erfitt er að ná fram með rafmagni, sérstaklega ef gasið verður vökvagert til að auka þá orku sem það getur geymt og auðvelda geymslu þess.“
Meira rusl
Lokað fyrir móttöku garðaúrgangs á gamla Gustssvæðinu
05. ágúst 2022Búið er að loka fyrir móttöku á garðaúrgangi á gamla Gustssvæðinu í Kópavogi. Starfsmenn endurvinnslustöðva...
Breytingar á gjaldskrá 15. júlí
01. júlí 2022...