Í flokkinn fara öll stærri raftæki (svokölluð hvítvara) nema kælitæki (sér flokkur).
Í flokkinn fara öll stærri raftæki (svokölluð hvítvara) nema kælitæki (sér flokkur).
Tækin eru tætt í sundur hjá viðurkenndum vinnsluaðilum. Efni hættuleg umhverfinu eru flokkuð frá og meðhöndluð með viðeigandi hætti. Endurvinnsluefni, t.d. málmar, eru flokkuð frá og komið í réttan farveg.
Aðrir ráðstöfunarmöguleikar
Hægt er að skila nothæfum tækjum til endurnotkunar í gám Góða hirðisins.
Einnig er bent á viðurkennda móttökuaðila raftækja, sér í lagi ef um nokkurt magn er að ræða. Nánari upplýsingar er að finna á vefsetri Úrvinnslusjóðs eða með því að hringja í skiptiborð sjóðsins.