Chat with us, powered by LiveChat
Smá raftæki

Smá raftæki

​Í flokkinn fara öll minni raftæki. Athugið að fjarlægja rafhlöður úr tækjum þegar það er mögulegt og flokka sér.

Hægt er að skila nothæfum tækjum til endurnotkunar í nytjagám Góða hirðisins.

​Í flokkinn fara öll minni raftæki. Athugið að fjarlægja rafhlöður úr tækjum þegar það er mögulegt og flokka sér.

Hægt er að skila nothæfum tækjum til endurnotkunar í nytjagám Góða hirðisins.

Móttökustaðir

Staðsetning er ekki leyfð í vafra hjá þér, vinsamlegast leyfðu staðsetningu til að sýna stöðvar nálægt þér.
Dæmi um stöðvar:
Sævarhöfða, 110 Reykjavík
Opnar kl. 12:00
Dalvegi, 201 Kópavogur
Opnar kl. 12:00
Sjá allar endurvinnslustöðvar
Einstaklingar
Allt að 2m3
Hver 0,25m3
Umfram 2m3
Hver 0,25m3
Smá raftæki
Gjaldfrjálst
2.500 kr.
Tölvur, prentarar og símar
Gjaldfrjálst
2.500 kr.
Fyrirtæki
Allt að 2m3
Hver 0,25m3
Umfram 2m3
Hver 0,25m3
Smá raftæki
Gjaldfrjálst
2.500 kr.
Tölvur, prentarar og símar
Gjaldfrjálst
2.500 kr.

Hvað verður um efnið

Tækin eru tekin í sundur hjá viðurkenndum vinnsluaðilum. Efni hættuleg umhverfinu eru flokkuð frá og meðhöndluð með viðeigandi hætti. Endurvinnsluefni, t.d. málmar, eru flokkuð frá og komið í réttan farveg.

Rafhlöður, prentplötur, þéttar o.fl. er fjarlægt úr litlum raftækjum hjá viðurkenndum vinnsluaðilum. Að því loknu eru raftækin tætt og málmar úr þeim flokkaðir í járn, ryðfrítt stál, kopar, ál, o.fl. Plast flokkast svo sér. Mismunandi efni fara svo til endurvinnslu m.a. í Bretlandi og Svíþjóð.

Aðrir ráðstöfunarmöguleikar

Einnig er bent á viðurkennda móttökuaðila raftækja, sér í lagi ef um nokkurt magn er að ræða. Nánari upplýsingar er að finna á vefsetri Úrvinnslusjóðs eða með því að hringja í skiptiborð sjóðsins.