Chat with us, powered by LiveChat
Kæli- og frystitæki

Kæli- og frystitæki

Í flokkinn fara öll kælitæki, frystiskápar og frystikistur.

Í flokkinn fara öll kælitæki, frystiskápar og frystikistur.

Móttökustaðir

Staðsetning er ekki leyfð í vafra hjá þér, vinsamlegast leyfðu staðsetningu til að sýna stöðvar nálægt þér.
Dæmi um stöðvar:
Sævarhöfða, 110 Reykjavík
Opið til 18:30
Dalvegi, 201 Kópavogur
Opið til 18:30
Sjá allar endurvinnslustöðvar
Einstaklingar
Allt að 2m3
Hver 0,25m3
Umfram 2m3
Hver 0,25m3
Kælitæki
Gjaldfrjálst
2.500 kr.
Fyrirtæki
Allt að 2m3
Hver 0,25m3
Umfram 2m3
Hver 0,25m3
Kælitæki
Gjaldfrjálst
2.500 kr.

Hvað verður um efnið

Kælitæki eru meðhöndluð hjá viðurkenndum vinnsluaðilum þannig að kælimiðli, s.s. freoni, er tappað af kælikerfi í lokuðu umhverfi til að fanga skaðleg efni. Kælipressa er síðan fjarlægð og olíu tappað af henni. Þá eru tækin tætt og í því ferli aðskilin málmur, harðplast og frauðeinangrun. Efnin eru síðan endurunnin eða þeim eytt á viðeigandi hátt.

Aðrir ráðstöfunarmöguleikar

Einnig er bent á viðurkennda móttökuaðila raftækja, sér í lagi ef um nokkurt magn er að ræða. Nánari upplýsingar er að finna á vefsetri Úrvinnslusjóðs eða með því að hringja í skiptiborð sjóðsins.