Kæli- og frystitæki

Kæli- og frystitæki

Í flokkinn fara öll kælitæki, frystiskápar og frystikistur.

Í flokkinn fara öll kælitæki, frystiskápar og frystikistur.

Hvað verður um efnið

Kælitæki eru meðhöndluð hjá viðurkenndum vinnsluaðilum þannig að kælimiðli, s.s. freoni, er tappað af kælikerfi í lokuðu umhverfi til að fanga skaðleg efni. Kælipressa er síðan fjarlægð og olíu tappað af henni. Þá eru tækin tætt og í því ferli aðskilin málmur, harðplast og frauðeinangrun. Efnin eru síðan endurunnin eða þeim eytt á viðeigandi hátt.

Aðrir ráðstöfunarmöguleikar

Einnig er bent á viðurkennda móttökuaðila raftækja, sér í lagi ef um nokkurt magn er að ræða. Nánari upplýsingar er að finna á vefsetri Úrvinnslusjóðs eða með því að hringja í skiptiborð sjóðsins.