Plastumbúðir

Plastumbúðir

Í flokkinn mega fara plastumbúðir sem falla til á heimilum, líkt og umbúðir utan af matvælum og það sem kemur frá baðherbergjum (til dæmis sjampóbrúsar). Umbúðir þurfa að vera tómar og brúsar án vökva. Æskilegt er að skola umbúðir svo ekki komi ólykt við geymslu. Gott er að stafla saman eða rúmmálsminnka á annan hátt til að nýta pláss sem best og draga úr akstri.

Athugið að leikföng sem ganga fyrir rafmagni eða rafhlöðum flokkast sem raftæki.

Í flokkinn mega fara plastumbúðir sem falla til á heimilum, líkt og umbúðir utan af matvælum og það sem kemur frá baðherbergjum (til dæmis sjampóbrúsar). Umbúðir þurfa að vera tómar og brúsar án vökva. Æskilegt er að skola umbúðir svo ekki komi ólykt við geymslu. Gott er að stafla saman eða rúmmálsminnka á annan hátt til að nýta pláss sem best og draga úr akstri.

Athugið að leikföng sem ganga fyrir rafmagni eða rafhlöðum flokkast sem raftæki.

Ertu með meira en 2m3?

Það er líka tekið við plastumbúðum í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi.

Hvað verður um efnið

Efnið er pressað og baggað í móttöku- og flokkunarstöð SORPU til að draga úr rúmmáli og síðan flutt til Svíþjóðar. Þar er plastið flokkað eftir tegundum og úr því er hægt að búa til nýja hluti úr plasti. Plast sem hentar ekki í endurvinnslu fer til orkuvinnslu.