Chat with us, powered by LiveChat
Plast með skilagjaldi

Plast með skilagjaldi

Endurvinnslan hf. er með móttöku fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir á fjórum endurvinnslustöðvum SORPU.

Í Ánanaustum, Breiðhellu og Jafnaseli er vélræn flokkun og talning. ​Ekki þarf að flokka umbúðir eftir tegund né telja þær en umbúðir þurfa hins vegar að vera óbeyglaðar svo að flokkunarvélin þekki þær.

Í Blíðubakka þurfa umbúðir að vera flokkaðar eftir tegund og taldar, en þær mega vera beyglaðar. Leyfilegt er að koma með hámark 1.000 einingar í hverri afgreiðslu.

Á öllum endurvinnslustöðvum SORPU eru Grænir skátar með gáma fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir og fer þá ágóðinn í styrktarsjóð þeirra.

Endurvinnslan hf. er með móttöku fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir á fjórum endurvinnslustöðvum SORPU.

Í Ánanaustum, Breiðhellu og Jafnaseli er vélræn flokkun og talning. ​Ekki þarf að flokka umbúðir eftir tegund né telja þær en umbúðir þurfa hins vegar að vera óbeyglaðar svo að flokkunarvélin þekki þær.

Í Blíðubakka þurfa umbúðir að vera flokkaðar eftir tegund og taldar, en þær mega vera beyglaðar. Leyfilegt er að koma með hámark 1.000 einingar í hverri afgreiðslu.

Á öllum endurvinnslustöðvum SORPU eru Grænir skátar með gáma fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir og fer þá ágóðinn í styrktarsjóð þeirra.

Hvað verður um efnið

Endurvinnslan hf. tekur á móti öllum skilagjaldsskyldum umbúðum sem berast til SORPU.

Hjá Endurvinnslunni er álið pressað og flutt erlendis þar sem dósirnar verða að nýjum áldósum. Það sparast allt að 95% af orkunni sem annars þyrfti til að framleiða nýtt ál úr hráefni (bauxíti).

Ef þú endurvinnur 1 áldós, þá spararðu næstum eins mikla orku og þarf til að keyra tölvu í 3 klst eða sjónvarp í 2–3 klst.

Plastið baggað og flutt út. Við endurvinnslu á plasti fer efnið bæði í gerð nýrra flaskna og í fataiðnað, húsgöng og í plast í annan iðnað. Við endurvinnslu á einni plastflösku spararast allt að 60-70% af þeirri orku sem þarf til að búa til nýja flöskur úr óunnu hráefni (hráolía/gas).

Glerið er mulið og flutt út og er efnið aðallega endurunnið í annaðgler og krukkur. Gler tapar ekki gæðum í endurvinnslu eins og t.d. plast flaskan. Við endurvinnslu minnkar þörf á hráefnum og námuvinnslu og dregur úr úrgangi.

Til að viðhalda sem bestu og hagkvæmustu endurvinnslu verða viðskiptavinir að passa að skila ekki inn efni sem ekki bera skilagjald.

Í dag er skilagjaldið 22 kr