Hvað verður um efnið

Endurvinnslan hf. tekur við skilagjaldsskyldum umbúðum sem berast til SORPU og baggar áldósir og plastumbúðir í pressum. Umbúðirnar eru svo fluttar erlendis til endurvinnslu. Framleiðsla úr endurunnum áldósum eru t.d. nýjar áldósir og úr gömlu plastflöskunum er framleidd polyester ull – efni sem nýtist í fataiðnaði, teppaframleiðslu o.fl. Flísföt eru þekktasta afurðin.

Glerflöskur eru muldar og nýtast sem undirstöðuefni í landmótun á urðunarstað SORPU í Álfsnesi.

Greitt er 20 krónur fyrir hverja flösku eða dós.