Það sem fer í þennan flokk fyrir hart plast er meðal annars leikföng (ekki rafmagns), þvottakörfur, hreinar plastruslatunnur, garðhúsgögn, stuðarar, plastfötur, plastbox, plastbretti, plaströr, blómapottar, PVC gluggakarmar (ekki með gleri) og fleira sambærilegt.
Hlutir mega ekki vera samsettir eins og raftæki, barnabílstólar (plast, textíll) kælitöskur (innihalda önnur efni til að halda köldu), málningarbakka með málningu í, veiðistangir (samsett), garðslöngur og annað sem ekki er hreint hart plast.
Athugið að leikföng sem ganga fyrir rafmagni eða rafhlöðum flokkast sem raftæki.
Það sem fer í þennan flokk fyrir hart plast er meðal annars leikföng (ekki rafmagns), þvottakörfur, hreinar plastruslatunnur, garðhúsgögn, stuðarar, plastfötur, plastbox, plastbretti, plaströr, blómapottar, PVC gluggakarmar (ekki með gleri) og fleira sambærilegt.
Hlutir mega ekki vera samsettir eins og raftæki, barnabílstólar (plast, textíll) kælitöskur (innihalda önnur efni til að halda köldu), málningarbakka með málningu í, veiðistangir (samsett), garðslöngur og annað sem ekki er hreint hart plast.
Athugið að leikföng sem ganga fyrir rafmagni eða rafhlöðum flokkast sem raftæki.
Efnið er pressað og baggað í móttöku- og flokkunarstöð SORPU til að draga úr rúmmáli og síðan flutt til Svíþjóðar. Þar er plastið flokkað eftir tegundum og úr því er hægt að búa til nýja hluti úr plasti. Plast sem hentar ekki í endurvinnslu fer til orkuvinnslu.