Frauðplast

Frauðplast

Frauðplasti er safnað sérstaklega á öllum endurvinnslustöðvum SORPU.

Frauðplastið þarf að vera hreint og þurrt. Óhreint frauðplast eða vatnsfyllt, t.d. undan matvælum, einangrunarfrauðplast með steypu, frauðplast sem hefur legið í vatni o.þ.h. hefur ekki endurvinnslufarveg og fer því með blönduðum úrgangi. Efnið þarf að vera þurrt, hreint og laust við öll aðskotaefni eins og pappír, límband, nagla eða steypu.

Frauðplasti er safnað sérstaklega á öllum endurvinnslustöðvum SORPU.

Frauðplastið þarf að vera hreint og þurrt. Óhreint frauðplast eða vatnsfyllt, t.d. undan matvælum, einangrunarfrauðplast með steypu, frauðplast sem hefur legið í vatni o.þ.h. hefur ekki endurvinnslufarveg og fer því með blönduðum úrgangi. Efnið þarf að vera þurrt, hreint og laust við öll aðskotaefni eins og pappír, límband, nagla eða steypu.

Hvað verður um efnið

Frauðplast er pressað í móttöku- og flokkunarstöð SORPU. Þaðan er það sent erlendis í endurvinnslu.

Einnig er frauðplastið endurunnið hér á landi og framleitt úr því frauðplastkassar og einangrunarplast fyrir byggingariðnað.