Gott er að hafa skópörin í pokum eða binda reimarnar saman svo ekki þurfi að byrja á að para skóna saman. Það sparar vinnu og fyrirhöfn við flokkun og kemur í veg fyrir sóun.
Gott er að hafa skópörin í pokum eða binda reimarnar saman svo ekki þurfi að byrja á að para skóna saman. Það sparar vinnu og fyrirhöfn við flokkun og kemur í veg fyrir sóun.
Föt, skór og klæði eru meðhöndluð af Rauða krossinum á Íslandi. Sjálfboðaliðar flokka þau og hluti þeirra eru gefin til þeirra sem á þurfa að halda, bæði hérlendis og erlendis eða seld í verslunum Rauða krossins. Hluti þeirra er einnig seldur til fataflokkunarstöðvar í Evrópu.
Slitið klæði nýtist einnig en það er endurunnið og úr því framleiddar tuskur og teppi, svo eitthvað sé nefnt. Allur textíll á því að fara í söfnunargáma Rauða krossins.