Alþjóðlegi rafrusldagurinn er 14. október!
Leynast ónýt tæki á þínu heimili? Hvað gerir þú við græjuna þegar gamanið er búið?
Sorpa hefur í samstarfi við Blush sett af stað nýtt átak í flokkun unaðstækja sem hafa lokið hlutverki sínu.
Ónýt raftæki eiga ekki heima í almenna ruslinu!
Árið 2023 voru raftæki og spilliefni um 2,6% af heildarmagni blandaðs og óflokkanlegs rusls, eða 1,9 kg á hvern íbúa höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægt er að raftæki, og þar með talin unaðstæki, séu flokkuð rétt, því þessi ónýtu tæki innihalda verðmæt efni sem gætu öðlast nýtt líf.
Það er engin ástæða til að skammast sín fyrir ruslið sitt, nú viljum við auðvelda þér að flokka þessi tæki rétt.
Hvernig fullnægi ég hringrásinni?
Við höfum tekið sama lista yfir hvernig flokka skuli unaðstæki.
Veistu allt um flokkun?
Taktu prófið hér og þú gætir unnið 50.000 kr gjafabréf í Blush