SORPA býður upp á almenna fræðslu og kynningu og á síðasta ári var metfjöldi í heimsóknum til okkar. Almenningur, grunnskólanemendur, háskólanemar, fyrirtæki og félög komu í heimskókn eða fengu heimsókn frá SORPU. Fræðslan gengur út á kynningu og spjall um starfsemina, tækifæri og áskoranir með hringrásarhagkerfið; hvað við getum gert, hvernig við getum dregið úr neyslu og skapað ný tækifæri með þá hugsun að úrgangur sé mikilvæg og dýrmæt auðlind.
Lesa meira