Endurvinnslustöð SORPU á Dalvegi 1 í Kópavogi mun loka í september næstkomandi vegna skipulagsbreytinga í Kópavogsdal. Tillaga liggur fyrir um nýja endurvinnslustöð sem byggð yrði á Glaðheimasvæðinu á næstu tveimur til fjórum árum.